Við verjum þinn rétt!

Lögvernd er lögmannsstofa sem sinnir lögfræðilegum verkefnum fyrir viðskiptavini sína á öllum meginsviðum lögfræðinnar. Í störfum sínum vinna lögmenn Lögverndar að því að efla rétt og hrinda órétti. Fagmennska, trúnaður og persónuleg þjónustu er lögð til grundvallar í störfum lögmanna Lögverndar, hvort sem verkefnin eru unnin fyrir einstaklinga, fyrirtæki eða opinbera aðila.

Helstu verkefni stofunnar hafa verið á sviði samninga- og kröfuréttar, skaðabóta- og vátryggingaréttar, skipta dánar- og þrotabúa, stjórnsýsluréttar, vinnu- og verktakaréttar, erfðaréttar, félagaréttar, fasteignakauparéttar, innheimtu, leiguréttar, sakamálaréttar, sjó- og flutningaréttar og sifjaréttar.

Starfssvið

 • Málflutningur
 • Álitsgerðir
 • Dánarbú og þrotabú
 • Erfðaréttur
 • Fasteigna- og gallamál
 • Félagaréttur
 • Fjármálamarkaðsréttur
 • Eignaréttur
 • Hjúskapar- og sambúðarmál
 • Innheimtur
 • Sakamál
 • Samninga- og kröfuréttur
 • Skuldamál
 • Sáttameðferð
 • Skattaréttur
 • Slysa og skaðabótaréttur
 • Vátryggingaréttur
 • Stjórnsýslu- og sveitarstjórnarréttur
 • Vinnuréttur
 • Verktakaréttur
 • Auðlinda, orku og umhverfisréttur
Hafðu samband til að fá nánari upplýsingar

Starfsfólk

Sveinn Skúlason
Héraðsdómslögmaður

Hafðu samband

sveinn@logvernd.is
Gsm. 892-4716

Menntun

 • 2010 Sáttamiðlun og klækjastjórnun
  (Mekling & Manipulation)
 • 2007 Sáttamiðlun
  (Mediation)
 • 2002 Rekstrarnám fyrir lögfræðinga - Stjórnendaskóli Háskólans í Reykjavík
 • 1981 Héraðsdómslögmaður
 • 1979 Cand Jur. frá lagadeild Háskóla Íslands
 • 1972 Stúdentspróf frá Menntaskólanum við Hamrahlíð

Starfsferill

 • 1983 - > Sjálfstætt starfandi lögmaður
 • 2004 - > Framkvæmdastjóri - Hurðarbak ehf., fasteignarekstur
 • 2003 - > Lögmaður - Fasteignakaup ehf., fasteignasala
 • 2003 – 2008 Framkvæmdastjóri - Byggingafélagið Sundahús ehf.
 • 1988 – 2001 Framkvæmdastjóri - Félag fasteignasala
 • 1981 – 1982 Lögfræðingur - Starfsmannafélag ríkisstofnana
 • 1979 – 1981 Fulltrúi - Lögfræðiskrifstofa Arnmundar Backman
 • 1972 – 1977 Lögreglumaður - Lögreglustjóraembættið í Reykjavík
Skúli Sveinsson
Héraðsdómslögmaður

Hafðu samband

skuli@logvernd.is
Gsm. 894-0540

Menntun

 • 2013 Héraðsdómslögmaður
 • 2012 Meistaragráða frá Lagadeild Háskólans í Reykjavík
 • 2005 BA gráða frá Lagadeild Háskólans í Reykjavík
 • 2003 Tilnefndur til nýsköpunarverðlauna forseta Íslands
 • 2002 Löggiltur verðbréfamiðlari
 • 2001 Cand. oecon af fjármálasviði.
  Háskóli Íslands - Viðskipta- og hagfræðideild
 • 1994 Stúdentspróf frá Menntaskólanum við Hamrahlíð

Starfsferill

 • 2013 - > Lögmaður, Lögvernd ehf.
 • 2012 – 2013 Fulltrúi lögmanns, Lögver ehf.
 • 2004 - > Framkvæmdastjóri, Reykjavik Consulting ehf.
 • 2011 - > Stjórnarmaður í Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN)
 • 2012 Skipaður í nefnd til endurskoðunar á lögum um LÍN
 • 2011 Sjóvá hf. 2012 (samhliða námi).
 • 2010 – 2013 Réttargæsla fyrir hælisleitendur, Rauði kross Íslands
 • 2004 - 2008 Framkvæmdastjóri, NordVest verðbréf hf.
 • 1999 - 2000 Ritstjóri, Félags viðskiptafræðinema
Andri B. Arnþórsson
Lögfræðingur

Hafðu samband

andri@logvernd.is
Gsm. 775-9077

Menntun

 • 2017 Meistaragráða frá Lagadeild Háskólans á Bifröst
 • 2015 Bs gráða frá Lagadeild Háskólans á Bifröst

Starfsferill

 • 2016 - > Lögfræðingur, Lögvernd ehf.
 • 2017 LawWithoutWalls – Alumni advisor
 • 2016 Viðreisn – Kosningastjóri í norðvestur kjördæmi
 • 2016 Hótel Bifröst - Viðskiptaáætlun
 • 2015 Goðheimasafn á Bifröst – Viðskiptaáætlun á styrk frá SSV
 • 2014 Rannsóknasetur verslunarinnar – Umsjón með vefverslunarvísitölu
 • 2013 - 2014 Háskólinn á Bifröst - Aðstoðarkennari í stærðfræði

Um okkur

Lögvernd ehf. var stofnað árið 2004 af Júlíusi Vífli Ingvarssyni héraðsdómslögmanni. Lögmannsstofan hét upphaflega Lögmannsstofa Júlíusar Vífils Ingvarssonar. Síðar gengu fleiri lögmenn til liðs við stofuna og var þá nafni hennar breytt í Lögvernd ehf. Í dag starfa tveir lögmenn á stofunni, þeir Sveinn Skúlason hdl. og Skúli Sveinsson hdl. Starfstöð stofunnar hefur verið í Ármúla 15 alla tíð.

Lögmenn stofunnar hafa frá upphafi haft það að leiðarljósi að láta ekki óviðkomandi hagsmuni hafa áhrif á ráðgjöf sína, meðferð mála fyrir stjórnvaldi eða dómi eða á annað það, sem lögmaður vinnur í þágu skjólstæðings síns. Umfang reksturs stofunnar er til þess fallinn að lágmarka hættu á að hagsmunaárekstrar komi upp í störfum lögmanna stofunnar. Lögmenn stofunnar vinna að verkefnum viðskiptavina sem samhentur hópur þar sem þekking er samnýtt í þágu viðskiptavina. Lögmenn stofunnar leitast af fremsta megni við að leggja þannig til allra mála, sem þeir vita sannast eftir lögum og sinni samvisku.

Hafa samband

Við ráðleggjum öllum sem telja á rétti sínum brotið að leita til okkar án tafar. Ef strax er leitað til lögmanns og rétt er staðið að málum frá upphafi eykur það verulega líkur á að unnt sé að gæta hagsmuna þinna með fullnægjandi hætti. Því fyrr sem þú leitar til okkar, því betur getum við gætt réttar þíns.

Opnunartími stofunnar er:
Mánudaga til föstudaga frá kl. 10.00 til 16.00

Hafðu samband við okkur til að kanna þína réttarstöðu – það kostar ekkert!!!

Lögvernd ehf.
Ármúla 15, 108 Reykjavík
Sími: 588-1040, Fax: 588-1042
fyrirspurn@logvernd.is

Upp